Þú þarft að uppfæra flash spilarann þinn og/eða kveikja á javascript.
Music Blog

14.09.2010 - 11:34

Söngleikurinn Buddy Holly

Ingó úr Veðurguðunum er Buddy Holly í einum vinsælasta söngleik heims sem frumsýndur verður 7. október í nýuppgerðum og glæsilegum Austurbæ.

Bravó og 3 Sagas frumsýna Buddy Holly söngleikinn 7. október næstkomandi en hér er á ferðinni einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Hefur hann gengið sleitulaust fyrir fullu húsi víða um heim frá frumsýningunni í London árið 1991. Um síðustu áramót var heildarfjöldi sýninga um heim allan orðinn rúmlega 20 þúsund og gestirnir rúmlega 21 milljón talsins frá öllum heimshornum.

Nýuppgerður Austurbær hefur ekki litið betur út síðan hann opnaði árið 1947. Þetta sögufræga hús er nú komið í toppstand og verður búið allra fullkomnustu hljóð- og ljósagræjum sem völ er á. Á efri hæð hússins verður opnaður nýr og glæsilegur veitingastaður, þar sem eitt sinn var hinn margrómaði veitingastaður Silfurtunglið. Ætlun nýrra eigenda er að byggja upp skemmtilegt afþreyingar- og menningarhús í miðborg Reykjavíkur og er þessi heimsfrægi gleði- og stuð söngleikur hin fullkomna byrjun.

Listrænir stjórnendur sýningarinnar eru reynsluboltarnir Gunnar Helgason (leikstjóri) og Jón Ólafsson (tónlistarstjóri). Sungið verður á íslensku og þýðing söngtextanna er í höndum Davíðs Þórs Jónssonar. Óhætt er að segja að í raun og veru hafi aldrei neinn annar en Ingó komið til greina í aðalhlutverkið.

Miðasala á Buddy Holly söngleikinn hefst 16. september. Hljómplata verður gefin út með lögunum úr söngleiknum í haust áður en frumsýnt er.

Write comment


You must be a registered user on Tonlist to write comments. It's free to be a user on Tonlist.

Click here to register
No one has left a comment on this blog. Be the first to comment on this blog!

A Á B C D Ð E É F G H I Í J K L M N O Ó P Q R S T U Ú V W X Y Ý Z Þ Æ Ö 0..9